Skenkur
Við áttum alltaf eftir að skrifa um skenkinn sem húsbóndinn smíðaði í haust. Þegar við fluttum á efri hæðina, og byrjuðum að moka búslóðinni út úr skúrnum, komumst við að því að við áttum engin húsgögn sem henta húsinu okkar. Leit að hentugri hirslu bar engan árangur, þannig að húsgagnasmiðurinn hannaði og smíðaði skenk sem passar inn í rýmið.
Skenkurinn samanstendur af einingum, og þar af eru tvær gamlar Hansa einingar sem við endurnýttum í þetta verkefni.
Eldhúsbekkurinn
Platan er unnin úr gömlu gólfborðunum, líkt og bekkurinn á eldhúsinnréttingunni.
Hansa-skúffueiningin fyrir miðju
Hansa-skápur með rennihurðum
Stór og góð hirsla sem smellpassar, erum mjög ánægð með útkomuna. Skenkurinn var festur á sökkul og er því ekki á leiðinni neitt í nánustu framtíð.
Þetta verkefni er eitt af fáum sem hafa áunnist síðan fjölskyldan stækkaði, en hlutirnir ættu bráðlega að fara að gerast, með hækkandi sól.