IKEA hack
Síðasta sumar bráðvantaði okkur hirslur í eldhúsið. Restin af eldhúsinu er öll sérsmíðuð en stundum er gott að nýta sér IKEA, og það gerðum við þegar við keyptum snyrtilega efri skápa. Húsgagnasmiðurinn smíðaði svo utan um skápana til að láta þá passa enn betur við eldhúsið.
Ég læt myndirnar tala sínu máli, skulum ekki fara of geyst af stað í fyrstu færslunni í 9 mánuði.
Skáparnir festir saman
Rammi utan um skápana
Panell í hliðarnar og búið að mála
Fræst fyrir lýsingu
Kominn á sinn stað
Fínasti skápur
Góðu ári síðar er staðan enn svona í eldhúsinu. Nema hafrakoddarnir eru búnir.
Það er nóg af verkefnum að segja frá og gefst vonandi færi til þess á næstu dögum eða vikum (mánuðum?).
Þar til næst, hér er ein bústin kórónaveira sem húsfreyjan fann þörf fyrir að mála í mars. Hún á jafn vel við í dag og þá.