Fyrir / eftir: stofan
Það er kannski ótímabært að tala um "eftir" myndir á þessum tímapunkti, en það er engu síður margt búið að gerast sem gaman er að sjá.
Stofan okkar er í vinnslu, en hér má sjá nokkrar myndir af ferlinu hingað til.
Stofan - mynd frá Fjárfesting fasteignasala
Gólfefnin farin af og verið að pússa dúkalím af furuborðunum
Rifið af veggjum - hér hefur eitt sinn verið hurð
Klæðning, strigi, veggfóður, dagblöð... Burt með þetta
Rifið úr loftinu
Búið að rífa frá öllum veggjum, taka niður einn þreyttan vegg og setja upp nýjan
Málning komin á veggi og loft, birtir smávegis til í rýminu
Neðsta myndin lýsir um það bil stöðunni í dag. Við erum mjög ánægð með þennan skemmtilega skakka panel sem leyndist undir öllum striganum og finnst hann bara koma vel út með ljósri málningu.
Næsta skref er að gera eitthvað við gólfin, setja lista, klára vegginn... nóg af verkefnum.
Húsfreyjan í Lækjargötu kveður!