Garðurinn
Garðurinn við húsið okkar er lítill og gróinn, umlukinn öspum og túlipanabeði. Við erum svo spennt yfir því að eiga loksins garð að það er mjög freistandi að vera úti að sinna honum (þegar veður leyfir) í stað þess að vinna í húsinu.
Grasið er ansi mosavaxið og þarf smá vinnu, en beðin eru full af fjölærum blómum og laukum (sem ég kann ekki skil á) sem sjá um sig sjálf. Allt í einu var garðurinn fullur af blómum í öllum regnbogans litum, án þess að ég hafi lyft litla fingri.
Túlipanar og þetta fjólubláa heitir?
Fleiri túlipanar
Aðstoðarmaðurinn vökvar/slekkur eld
Silfursóley úr garðinum
Þó það vanti ekki litadýrðina umhverfis húsið varð ég að fá mér nokkur sumarblóm. Að vanda mátti ég fá blóm hjá móður minni, enda yfirleitt af nógu að taka þar.
Brot af sumarblómunum í Hveratúni
Góði hirðirinn - ýmis ílát fyrir sumarblóm
Tóbakshorn og aster prýða nú útiborðið í endurnýttum blómapottum
Fleiri tóbakshorn (petunia)
Í næsta þætti af Garðinum mun ég taka fyrir kryddjurtir, svo ekki fara of langt :)