Haustverkin

Haustverkin

Í garðinum okkar er rifsberjarunni sem er orðinn mjög gamall og þreyttur. Við bjuggumst ekki við miklu af honum en hann gaf reyndar af sér ágætis uppskeru. Í mínum huga heyrir það til haustverka að sulta og gera hlaup. Engan á ég rabbabarann en við fjölskyldan tókum okkur til einn góðan dag núna í lok ágúst og skelltum í rifsberjahlaup.

 

2017-08-13-16.57.56.jpg
Allir hjálpast að

Allir hjálpast að

2017-08-13-16.57.22.jpg
2017-08-13-17.05.10.jpg
2017-08-13-17.13.12.jpg

Þar sem við erum enn eldhúslaus urðum við fyrst að grafa upp tól og tæki fyrir hlaupgerðina. Rafmagnshellan var vel falin inni í skúr ásamt restinni af búslóðinni en hún kom í leitirnar að lokum. Við nýttum góða veðrið og fórum í þessa aðgerð úti á stétt.

Alls gaf runninn af sér 1,6 kg af berjum

Alls gaf runninn af sér 1,6 kg af berjum

Úlfur skellti í steinasúpu

Úlfur skellti í steinasúpu

2017-08-13-17.24.08.jpg
2017-08-13-17.18.31.jpg

Uppskriftin er sáraeinföld, en eftir að berin hafa verið skoluð og vigtuð eru þau sett í pott ásamt jafn miklu magni af sykri.

2017-08-13-17.27.26.jpg
2017-08-13-17.29.04.jpg
2017-08-13-17.49.41.jpg

Berin og sykurinn eru soðin saman í ca 10 mínútur og bleiku froðunni sem myndast er fleytt af.

2017-08-13-18.20.25.jpg

Síðan er öllu hellt í gegnum grisju/klút og saftin látin dropa í skál. Til að hlaupið verði sem tærast er best að sleppa því að pressa berin í gegn.

Jæja síðasta skrefið mislukkaðist hjá mér, en það var of kalt úti svo saftin kólnaði á leiðinni niður í skálina og stífnaði. Þetta fór því allt beint í ruslið.

2017-08-14-21.41.01.jpg

Daginn eftir endurtók ég leikinn með restinni af berjunum, í þetta sinn innandyra við eðlilegt hitastig. Við förum því inn í veturinn með tvær krukkur af ribsgelé. Ef það dugar ekki þá verður Den Gamle Fabrik að fylla í skarðið.

Panel manía

Panel manía

Hálfur apótek

Hálfur apótek