1 / 3

1 / 3

Þá eru tveir mánuðir liðnir af árinu og sáralítið að frétta. Janúar og febrúar eru ekki mánuðir fyrir stórræði, greinilega. En við náðum þó á dögunum ákveðnum áfanga í stóra gólf-málinu endalausa. Það er hægara sagt en gert að leggja gömlu gólfborðin niður aftur - þau þarf að hreinsa upp, hefla til og njörva niður. Borðin eru undin, misþykk, misbreið... almennt frekar erfið viðureignar en samt svo falleg og mikill hluti af þessu húsi. Okkur hefur því ekki fundist annað koma til greina en að nýta þau aftur.

Reyndar erum við að komast að því að við eigum ekki nóg fyrir alla efri hæðina, þar sem hluti gólfborðanna var fúinn og þurfti að henda. Við náðum þó að leggja þau á 1/3 efri hæðarinnar, rýmið sem verður stofa. Restin verður væntanlega blanda af nýjum furuborðum og þeim gömlu. En sjáum aðeins hvernig gólfið í stofunni hefur þróast.

Stofan í upphafi - mynd frá Fjárfesting fasteignasala

Stofan í upphafi - mynd frá Fjárfesting fasteignasala

Gólfefni farin af

Gólfefni farin af

Gólfborðin farin og verið að bæta við burðarbitum

Gólfborðin farin og verið að bæta við burðarbitum

Einangrun, fyrir betri hljóðvist og eldvarnir. Ekki að það muni öllu með sag í veggjunum...

Einangrun, fyrir betri hljóðvist og eldvarnir. Ekki að það muni öllu með sag í veggjunum...

Ingi einangrar

Ingi einangrar

Ofan á bitana komu gólfplötur

Ofan á bitana komu gólfplötur

Kári skrapar - Gólfborðin hreinsuð úti meðan enn viðraði til þess

Kári skrapar - Gólfborðin hreinsuð úti meðan enn viðraði til þess

100 ára gamall skítur

100 ára gamall skítur

Hljóðeinangrandi parketundirlegg komið á gólfin og byrjað að leggja gólfborðin

Hljóðeinangrandi parketundirlegg komið á gólfin og byrjað að leggja gólfborðin

2018-01-07 11.09.27-1.jpg
Aðeins að prófa borvélina, í flottri hnébeygju

Aðeins að prófa borvélina, í flottri hnébeygju

Nostrað við borðin

Nostrað við borðin

Skrúfa þessa banana niður

Skrúfa þessa banana niður

Þetta ferli hefur verið í gangi síðan í byrjun sumars, en þá vorum við að fjarlægja gólfborðin af rýminu. Aðeins 9 mánuðum síðar, og hér höfum við gólf. Það þarf að tappa, fúga, pússa, lakka/olíubera en þrátt fyrir allt er þetta ákveðinn sigur og gott fyrir geðheilsuna að sjá smá framför. Sú ákvörðun að leggja ný borð á þá 2/3 hluta sem eftir eru, gefur líka smá vonarglætu um að þetta verði einhverntíman búið.

Fegurðin

Fegurðin

2018-02-26-17.15.46.jpg
2018-02-26-17.16.58.jpg
2018-02-26-17.17.16.jpg

Gömlu gólfborðin eru falleg og ákveðið svekkelsi að eiga ekki nóg af þeim fyrir alla hæðina, en það er svo miklu fljótlegra og auðveldara að leggja ný furuborð að við erum bara sátt með þá ákvörðun. Þegar búið er að pússa og olíubera allt verður ekki svo mikill munur á þeim. Við erum virkilega farin að þrá eðlilegt húsnæði svo (næstum) allt sem flýtir fyrir er bara plús.

Vonandi berast fregnir héðan fljótlega af restinni af gólfinu, en ekki halda í ykkur andanum :)

Kveðjur frá flóðasvæðinu við lækinn.

6 mánuðum síðar

6 mánuðum síðar

Áramótastaða

Áramótastaða