Fyrir / eftir: stiginn

Fyrir / eftir: stiginn

Stiginn og anddyrið hafa breyst mikið síðan við fengum afhent. Það var eitt af okkar fyrstu verkefnum að rífa teppið af stiganum og við vissum strax að við vildum opna undir stigann, en þar var fatahengi og fullt af ónýttu plássi.

Stiginn við afhendingu - mynd frá Fjárfesting fasteignasala

Stiginn við afhendingu - mynd frá Fjárfesting fasteignasala

Teppið rifið af, rautt teppalím undir

Teppið rifið af, rautt teppalím undir

Allir hjálpa til

Allir hjálpa til

Teppið farið af, rauð og fín þrep...

Teppið farið af, rauð og fín þrep...

Stiginn í allri sinni dýrð

Stiginn í allri sinni dýrð

Skafa og pússa, endalaus vinna

Skafa og pússa, endalaus vinna

Heilleg og fín furuþrep komu í ljós þegar búið var að fjarlægja allt lím og pússa. Við notuðum hitablásara til að ná lími og málningu af tröpputrýninu þar sem hjámiðjupússarinn náði ekki til.

Heilleg og fín furuþrep komu í ljós þegar búið var að fjarlægja allt lím og pússa. Við notuðum hitablásara til að ná lími og málningu af tröpputrýninu þar sem hjámiðjupússarinn náði ekki til.

Við fjarlægðum handriðið og klæðningin var næst

Við fjarlægðum handriðið og klæðningin var næst

Undir henni var þetta skemmtilega veggfóður, eins og víðar í húsinu

Undir henni var þetta skemmtilega veggfóður, eins og víðar í húsinu

Opnað undir stigann. Undir neðstu þrepunum var holrúm sem var alveg lokað af, þannig við græddum alveg smá pláss þar

Opnað undir stigann. Undir neðstu þrepunum var holrúm sem var alveg lokað af, þannig við græddum alveg smá pláss þar

Búið að opna alveg undir stiganum, fullt af plássi sem má nýta

Búið að opna alveg undir stiganum, fullt af plássi sem má nýta

Veggfóðrið fékk að fjúka

Veggfóðrið fékk að fjúka

Við erum ekki komin lengra með stigann þar sem efri hæðin hefur forgang núna. En hann verður bara nokkuð fínn þegar hann er tilbúinn, en það er reyndar okkar mantra fyrir húsið í heild sinni :)

Hálfur apótek

Hálfur apótek

Garðurinn

Garðurinn