Lífið - 2. hluti

Lífið - 2. hluti

Það er kominn tími á smá stöðu frá húsinu við lækinn. Síðast lofaði ég allsherjar eldhúsfærslu en hún fær víst að bíða aðeins, af ýmsum ástæðum. Í staðinn ætla ég að stikla á stóru um það helsta sem gerst hefur síðan síðast.

Það merkilegasta sem hefur gerst á þessu ári var að fá loksins uppþvottavél, en eftir tvö ár af uppvaski í lítilli handlaug var það mjög kærkomið.

Aldrei. Aftur.

Aldrei. Aftur.

Á sama tíma voru blöndunartækin fyrir eldhúsvaskinn tengd. Við erum svo ánægð með þau, sem er líka eins gott því þau létu aldeilis bíða eftir sér. Við pöntuðum þau frá Englandi í ágúst, en sendingin týndist og fór á flakk um Evrópu og barst ekki til okkar fyrr en um miðjan nóvember.

Var gaman í Interrail?

Var gaman í Interrail?

Falleg eru þau

Falleg eru þau

2019-02-25-17.37.31.jpg

Þau koma ótrúlega vel út við vaskinn og borðplötuna.

Annað tæki sem er komið í hús er þetta glæsilega gashelluborð. Við bíðum hins vegar enn eftir ofninum en hann átti að koma í janúar. Það væri gott ef hann færi að láta sjá sig.

2019-02-20-15.58.29.jpg
2018-11-11-20.31.15.jpg

Innréttingin er hönnuð utan um eldavél, en sú sem við áttum bilaði þegar hún var komin á sinn stað. Það þarf því að breyta innréttingunni aðeins til að láta þetta passa. Við fundum einfaldlega enga eldavél sem hentaði eldhúsinu og þess vegna var niðurstaðan helluborð og stakur ofn.

Við skrifuðum um burðarbitana fyrir löngu síðan en á dögunum fengu þeir loksins lit. Það kemur mjög vel út að hafa þá svona dökka.

2017-03-13-16.32.03.jpg
2019-02-18-17.52.22.jpg
2017-10-25-17.04.11.jpg
2019-02-20-15.56.49.jpg

Það er einn hlaðinn veggur milli stofu og borðstofu en múrhúðin var farin að brotna af. Við kláruðum að brjóta hana af á dögunum til að afhjúpa múrsteinana. Þeir verða svo hreinsaðir aðeins til og fá að standa eins og þeir eru.

2019-02-23-12.05.55.jpg
Nokkuð ánægð með þetta

Nokkuð ánægð með þetta

Hin hliðin

Hin hliðin

Veggirnir voru málaðir um það leyti sem við fluttum inn (fyrir 2 árum) en við þurfum að gera það aftur þar sem málningin var farin að flagna af. Grunnurinn var ekki réttur / nógu góður fyrir svona glansandi málningu eins og var á gamla panelnum svo það var hreinlega hægt að plokka málninguna af. Það þarf semsagt að pússa málninguna af og matta málninguna á gamla panelnum. Grunna aftur og mála aftur… Þetta á við alla þá veggi á efri hæðinni sem eru með upprunalegum panel.

Taka tvö

Taka tvö

Við erum svolítið að vinna með ‘eitt skref áfram - þrjú skref aftur á bak’ aðferðina. Mæli ekkert sérstaklega með henni, en þetta virðist loða við okkur og húsið.

Svona er nú lífið við lækinn. Þetta ferli getur verið ansi þreytandi, þegar ekkert virðist ganga upp í fyrstu eða jafnvel annarri tilraun. Það verður svo gott þegar við getum tekið efri hæðina í notkun, og við vitum að þetta verður alveg hrikalega flott þegar upp er staðið.

Fjallabaksleið er bara seinfarin og við verðum að sætta okkur við það. Við hefðum getað hent upp IKEA eldhúsi og skellt harðparketi á gólfin en það var ekki það sem við vildum, og þá taka hlutirnir tíma. Góðir hlutir, og allt það.

Gólfin, aftur

Gólfin, aftur

Hvernig gengur?

Hvernig gengur?