Lífið

Lífið

28. október síðastliðinn var ansi merkilegur dagur. Ekki bara vegna kosninga og afmælis húsfreyjunnar, heldur var líka liðið ár frá því að við fengum húsið okkar afhent. Og að auki voru liðnir 9 mánuðir sléttir frá því að við fluttum inn.

Heilir 9 mánuðir af framkvæmdum, eldhús- og plássleysi. Hér kemur handahófskennd myndasýning af glamúrlífinu við lækinn.

Photo-14-05-2017,-20.03.56.jpg
Photo-19-03-2017,-17.38.36.jpg

Við börmum okkur einna mest yfir uppvaskinu, eða helst aðstöðuleysinu fyrir þennan verknað. Sturtan reyndist ekki góður staður fyrir þetta, svo vaskurinn á baðinu er skárri kostur.

Bráðabirgðaeldhús var útbúið í litlu herbergi á neðri hæðinni (milli gangsins og þvottahússins). Ekki er það stórt en rúmar nokkur veginn það sem þarf til að útbúa einfaldar máltíðir. Ofn, rafmagnshella, samlokugrill, hraðsuðuketill... En oftast er það eitthvað einfalt á matseðlinum.

Stundum er pizza í matinn

Stundum er pizza í matinn

2017-02-04-10.04.16.jpg
Kisa kíkir stundum á okkur

Kisa kíkir stundum á okkur

Um leið og veður leyfði fluttum við kvöldmatinn út á stétt eða út í garð.

Hamborgarar líka stundum í matinn

Hamborgarar líka stundum í matinn

Elskum garðinn og útisnúrurnar

Elskum garðinn og útisnúrurnar

Þvílík upplifun fyrir einn þriggja ára að búa við lækinn og fylgjast með fuglalífinu á hverjum degi. Þessi vinalega álft hélt til fyrir framan hjá okkur í svona viku.

2017-06-10-10.34.51.jpg
2017-06-11-10.22.09.jpg

Það hefur heldur ekki verið leiðinlegt að búa á byggingarsvæði, þar sem nóg er af verkfærum og leyfilegt að skrúfa í veggina.

Photo-26-03-2017,-13.11.05.jpg
2017-02-16-17.27.51.jpg

Bráðabirgðastofan okkar er líka fataherbergi, sjónvarpshol og leikherbergi. Smá óreiða er því óhjákvæmileg...

2017-08-10-10.18.11.jpg
2017-10-29-10.52.05.jpg
2017-09-30 16.03.34.jpg

Þessi gluggatjöld fengu að hanga í ca 6 mánuði. Stiginn með málningardollunni sömuleiðis.

Gluggatjöldin kallast "Léttur-svartur" frá Odda.

Gluggatjöldin kallast "Léttur-svartur" frá Odda.

Búslóðin okkar eins og hún leggur sig er í skúrnum á bak við hús. Reglulega förum við í leikinn "hvar eru vetrarfötin?", "hvar er rafmagnshellan?" eða sá skemmtilegasti hingað til, "hvar er Rammstein miðinn?".

Photo-20-05-2017,-11.45.28.jpg

Ekki fann ég vetrarfötin og enga áttum við snjóskóflu þegar allt fór á kaf síðasta vetur.

Skófla er skófla...

Skófla er skófla...

Í mesta kuldanum og snjónum þurftum við að fara ófáar ferðir í sorpu.

2017-03-11-12.31.20.jpg

Eftir að hafa búið í Lækjargötu í eina viku birtumst við fjölskyldan á baksíðu Fjarðarpóstsins, okkur fannst það frekar fyndið.

2017-02-09-22.39.10.jpg
2017-02-25-18.56.56.jpg

Þrátt fyrir þrengsli og stundum erfiðar aðstæður erum við bara nokkuð brött og ósköp ánægð í litla húsinu okkar. En mikið verður samt gott þegar efri hæðin kemur í gagnið, neita því ekki. 

Ég afsaka samhengisleysuna, það varð mér ofviða að reyna að flétta þetta saman.

Kveðja úr Hafnarfirði!

Áramótastaða

Áramótastaða

Burðarbitar

Burðarbitar